Greinasafn mánaðar: August 2012

Hólsfjöll og Hellisheiði

Skrifað um August 29, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir svo um færð: Hálkublettir og éljagangur er á Mývatnsöræfum, hálkublettir á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, í Jökuldal sem og á Fjarðarheiði, hálka er á Hellisheiði eystri. (Heimild: Vegagerðin, 29.8.2012.) Maður spyr sig: Hvernig er færð á Hólsfjöllum? Þau eru þó allstórt svæði á milli Mývatns- og Möðrudalsöræfa. – Hellisheiði er […]

Lesa meira »

Goðin við Goðafoss

Skrifað um August 28, 2012, by · in Flokkur: Almennt

  Sú saga hefur orðið ærið lífsseig, að Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður hafi kastað goðum sínum í foss í Skjálfandafljóti eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fengið nafn sitt, Goðafoss, af því. Víða í ritum og á netinu er vitnað meðal annars til Kristni-sögu í þessu sambandi (sjá til dæmis Landið þitt […]

Lesa meira »

Bjöllulyng ─ Vaccinium

Skrifað um August 27, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Uppruni orðsins vaccinium er óviss. Ef til vill skylt latneska orðinu bacca, ber (varla tengt vacca, kýr). Ættkvíslin bjöllulyng (Vaccinium L.) tilheyrir lyngætt (Ericaceae). Innan hennar eru uppréttir, uppsveigðir, jarðlægir eða skriðulir, oft kræklóttir, runnar og smárunnar með sívalar eða strendar greinar. Blöðin eru stilkstutt, ýmist sí- eða sumargræn, með flatar eða niðurorpnar rendur. Blóm […]

Lesa meira »

Þursaskeggssót ─ Anthracoidea elynae

Skrifað um August 24, 2012, by · in Flokkur: Gróður

Sníkjulífi er ævafornt lífsform, sem er talið hafa þróazt sem svar við minnkandi fæðuframboði í árdaga lífsins. Það felst í því að ein lífvera, sníkill, lifir í eða á annarri, hýsli. Sníkillinn dregur til sín næringu úr hýslinum, sem lætur þá oft á sjá, enda valda margir sníklar sjúkdómum. Það vakti snemma athygli, að margar […]

Lesa meira »

Krækilyng ─ Empetrum

Skrifað um August 17, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Orðið empetrum er komið úr grísku; en-, í, á og petra, steinn, klettur; það merkir því vex á steini. Fyrrum var ættkvíslin Empetrum talin til krækilyngsættar (Empetraceae) ásamt tveimur ættkvíslum öðrum: Ceratiola og Corema. Nýlegar rannsóknir leiddu í ljós, að réttast er að telja þær til lyngættar (Ericaceae) og til undirættarinnar Ericoideae, þar sem þær […]

Lesa meira »

Beitilyng ─ Calluna vulgaris

Skrifað um August 14, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Beitilyng (Calluna vulgaris (L.) Hull) er eina tegundin í ættkvíslinni Calluna Salisb., sem telst til lyngættar (Ericaceae) og tilheyrir þar undirættinni Ericoideae. Calluna er dregið af gríska orðinu kallynein, fegra (kallos), eða fægja, sópa. Nafnið er komið til af því, að beitilyng var haft í sópa. Beitilyng er jarðlægur eða uppsveigður, kræklóttur smárunni. Ætlað er, […]

Lesa meira »

Hlöðukálfaeldi í Háskóla Íslands

Skrifað um August 14, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Stundakennari við Háskóla Íslands (guðfræðideild), Kristinn Ólason, hefur orðið uppvís að því að hafa sagt ósatt um doktorspróf sitt (Die Sprache des Vertrauens). Hann hefur kennt þar í nokkur ár, en nú var honum gert að hætta kennslu eins og sjálfsagt er. Haft var eftir Ástráði Eysteinssyni, prófessor við HÍ, að mistökin að ráða hann […]

Lesa meira »

Lyngætt – Ericaceae

Skrifað um August 13, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Til lyngættar (Ericaceae) teljast jurtir, smárunnar, runnar og tré með heil, oft leðurkennd, barrlík, sí- eða sumargræn blöð. Blöðin eru stakstæð, gagnstæð eða kransstæð, á stundum í stofnhvirfingu. Blóm eru regluleg (óregluleg hjá Rhododendron), tvíkynja, fjór- eða fimm-deild. Bikar er oft samblaða. Krónan er laus- eða samblaða, oft bjöllulaga en getur verið lítil og ósjáleg. […]

Lesa meira »

Plöntur á þurrkasumri

Skrifað um August 11, 2012, by · in Flokkur: Gróður

Margir eru áhyggjufullir yfir þurrkum, sem gengið hafa yfir landið í sumar og telja það valdi ofþornun jarðvegs, sem síðan bitni á vexti plantna. Mér hafa sagt eldri menn, að það sé ekki óvanalegt hér á landi, að rigning komi með óreglulegu millibili en heildarúrkoma ársins sé jafnan ekki mjög breytileg. Áður hafa komið þau […]

Lesa meira »

Álftalauksætt – Isoëtaceae

Skrifað um August 9, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Álftalaukar – Isoëtes L. Nafnið dregið af gríska orðinu isos, samur, eins; og etos, er; sá sem er eins allt árið. Fjölærar vatnaplöntur. Jarðstöngull hnöllóttur, stuttur. Blöð í þéttum stofnhvirfingum með breiðan fót, sem lykur um gróhirzlur; stórgró þroskast í hirzlum í ytri blöðum snemma á vaxtartíma en smágró í hinum innri síðla sumars. Séu blöðin […]

Lesa meira »
Page 1 of 2 1 2