Greinasafn mánaðar: September 2013

Hálfgrasaætt – Cyperaceae

Skrifað um September 28, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Til hálfgrasaættar (Cyperaceae) teljast ein- og fjölærar, graskenndar jurtir með jarðstöngul. Á stundum vaxa þær í þéttum þúfum og þá er jarðstöngull lóðréttur en séu þær með skriðulan jarðstöngul eru stönglar gisstæðir eða lausþýfðir; trefjarætur. Stönglar með blómum á spretta upp af jarðstöngli en einnig oft aðeins blöð. Stönglar eru strákenndir, þrístrendir en oft sívalir, […]

Lesa meira »

Heimsókn til Uppsala

Skrifað um September 26, 2013, by · in Flokkur: Almennt

Dagana 18. til 24. september sótti eg heim Uppsali í Svíþjóð. Ástæða fyrir heimsókninni var, að nokkrum fyrrverandi nemendum þótti við hæfi, að allir, sem höfðu brautskráðst frá Växtbiologiska Institutionen við háskólann í Uppsölum, verðu saman tveimur dögum og rifjuðu upp gamla tíma og kynntust rannsóknum, sem væru stundaðar við stofnunina nú. Svíar kalla slíka […]

Lesa meira »

Horblaðka – Menyanthes trifoliata L. –

Skrifað um September 14, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Horblöðkuætt – Menyanthaceae Plöntur þær, sem teljast til horblöðkuættar (Menyanthaceae), heyrðu eitt sinn til maríuvandarættar (Gentianaceae). Þetta eru um 60 tegundir, sem skiptast á fimm ættkvíslir. Kvíslirnar Menyanthes (horblöðkur) og Nephrophyllidium vaxa aðeins á norðurhvelinu, Liparophyllum og Villarsia á suðurhveli en tegundir innan Nymphoides eru dreifðar um heiminn. Til ættarinnar teljast fjölærar votlendisjurtir með stakstæð […]

Lesa meira »

Hjartagrös – Silene

Skrifað um September 8, 2013, by · in Flokkur: Flóra

  Ættkvíslin hjartagrös (Silene L.) heyrir undir Caryophyllaceae (hjartagrasaætt) og teljast um 500 tegundir til hennar. Hér á landi eru þær tvær villtar, lambagras (S. acaulis L.) og holurt (S. uniflora Roth), en fjórar teljast til slæðinga. Auk þessara tegunda eru allmargar ræktaðar til skrauts í görðum. Tegundir ættkvíslarinnar eru ein- til fjölærar jurtir, ýmist hárlausar eða hærðar. Oft […]

Lesa meira »

Brjóstagrös – Thalictrum

Skrifað um September 2, 2013, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin brjóstagrös (Thalictrum) telst til sóleyjaættar (Ranunculaceae). Um 330 tegundir heyra til ættkvíslinni, en aðeins ein tegund vex villt hér á landi, brjóstagras (Thalictrum alpinum). Þá eru nokkrar tegundir ræktaðar till skrauts í görðum. Þetta eru fjölærar jurtir, jafnan hárlausar og oft stórvaxnar; stöngull uppréttur með engin eða fá, gisin blöð. Blöð stofnstæð, mjög oft […]

Lesa meira »