Recent Posts by Águst

Fontinalis – ármosar

Written on July 10, 2017, by · in Categories: Mosar

    Ættkvíslin Fontinalis Hedw. – ármosar – telst til Fontinalaceae (ármosaættar) ásamt tveimur kvíslum öðrum, sem hvorug vex hér á landi. Allar tegundir ættar vaxa í eða við vatn, oft á kafi, bæði í stöðu- og straumvatni. Einkennandi fyrir tegundir ættar er, að blöð sitja í þremur röðum á stöngli. Þetta sést sérstaklega vel […]

Lesa meira »

Mosabreiða

Written on May 26, 2017, by · in Categories: Mosar

Þeir, sem hætta sér út fyrir malbikið, sjá oft fallega hluti. Á eyrum meðfram lækjarsprænum gróa mosabreiður, sem eru mjög áberandi um þessar mundir áður en klófífa, hálmgresi og blaðríkar tegundir skyggja á þær. Dæmigerðar áreyrar eru vaxnar breiðum af Calliergonella cuspidata (geirsnudda), sem ýmist er grænn, gulgrænn eða gulbrúnn og Philonotis fontana (dýjahnappi), sem […]

Lesa meira »

Abietinella – tindilmosar

Written on April 26, 2017, by · in Categories: Mosar

Ættkvíslin Abietinella Müll. Hal. er í Thuidiaceae (flosmosaætt) ásamt Helodium (kambmosum) og Thuidium (flosmosum). Til kvíslarinnar heyrir ein eða tvær tegundir, eftir því, hvort afbrigðið hystricosa er talið sérstök tegund eða ekki; það vex ekki hér á landi. Algeng planta á norðurhveli.   Abietinella abietina (Hedw.) M. Fleisch. – tindilmosi Plöntur eru einfjaðraðar, ýmist stórvaxnar […]

Lesa meira »

Anomobryum – bjartmosar

Written on April 24, 2017, by · in Categories: Mosar

Ættkvíslin Anomobryum Schimp. – bjartmosar – telst til Bryaceae Schwägr. (hnokkmosaættar) ásamt kvíslunum Plagiobryum Schimp. (dármosum), Bryum Hedw. (hnokkmosum) og Rhodobryum (Schimp.) Limpr. (hvirfilmosum). Samtals hefur 47 tegundum verið lýst í heiminum og eru 39 vel skilgreindar. Á Norðurlöndum vex aðeins 1 tegund og er hún hér á landi. Bæði sprotar og gróhirzla líkjast mjög […]

Lesa meira »

Pseudoscleropodium – döggmosar

Written on April 23, 2017, by · in Categories: Mosar

Ættkvíslin Pseudoscleropodium (Limpr.) M Fleisch. (döggmosar) telst til Brachytheciaceae (lokkmosaættar) ásamt 10 öðrum kvíslum; þær eru: Eurhynchium Schimp. (sporamosar) Rhynchostegium Schimp. (snápmosar) Cirriphyllum Grout (broddmosar) Oxyrrhynchium (Schimp.) Warnst. (gaddmosar) Kindbergia Ochyra (oddmosar) Sciuro-hypnum Hampe (sveipmosar) Brachythecium Schimp. (lokkmosar) Eurhynchiastrum Ignatov & Huttunen (stingmosar) Brachytheciastrum Ignatov & Huttunen (þyrilmosar) Homalothecium Schimp. (prúðmosar) Aðeins ein tegund er […]

Lesa meira »

Jungermannia — bleðlumosar

Written on April 16, 2017, by · in Categories: Mosar

Ættkvíslin Jungermannia L. (bleðlumosar) tilheyrir Jungermanniaceae (bleðlumosaætt) ásamt kvíslinni Nardia (naddmosum). Plöntur eru með stöngul og blöð, miðlungi stórar til smáar. Þær eru jarðlægar eða uppsveigðar, lítt greinóttar en á stundum með renglur. Blöð eru oftast nær því að vera kringlótt, bogadregin en á stundum er vik í enda. Engin undirblöð og æxlikorn sjaldséð […]

Lesa meira »

Lophozia — lápmosar[1]

Written on April 4, 2017, by · in Categories: Mosar

Ættkvíslin Lophozia (Dumort.) Dumort. (lápmosar) er innan Lophoziaceae (lápmosaættar) ásamt sex kvíslum öðrum. Plöntur eru með stöngul og blöð. Þær eru miðlungi stórar til litlar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar. Undirblöð engin eða sjaldan, og þá oftast á sprotaendum. Blöð eru fest á ská eða nærri þvert á stöngul. Blöð klofin í 2 sepa, ydda, bogadregna […]

Lesa meira »

Barbilophozia — larfamosar

Written on March 30, 2017, by · in Categories: Mosar

Ættkvíslin Barbilophozia Loeske (larfamosar), sem hér er fjallað um sem eina heild, er á stundum undirættkvísl í Lophozia. Þeirri ættkvísl er skipt í 8 undirkvíslir og sumum þeirra síðan skipt í geira (sectio). Ættkvíslin tilheyrir Lophoziaceae (lápmosaætt) ásamt sex öðrum kvíslum.   Plöntur eru miðlungi stórar til smáar, jarðlægar, uppsveigðar eða uppréttar. Hliðarblöð eru undirsett, […]

Lesa meira »

Kennarinn Örnólfur Thorlacius

Written on March 5, 2017, by · in Categories: Almennt

  Örnólfur Thorlacius lézt 5. febrúar síðast liðinn á 86. aldursári. Örnólfur kom víða við á langri ævi. Meginstarf hans var innan veggja tveggja skóla, Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Hamrahlíð, þar sem hann fékkst við kennslu og gegndi síðan starfi rektors. Auk þessa var hann mikilvirkur þýðandi, flutti fræðsluþætti í útvarpi og sjónvarpi […]

Lesa meira »

Örnólfur Thorlacius – Minning

Written on February 17, 2017, by · in Categories: Almennt

Örnólfur Thorlacius var óviðjafnanlegur vizkubrunnur og fágætur fræðari, ekki aðeins nemendum sínum heldur þjóðinni allri. Hann var ólatur við að skrifa fróðleikspistla um allt á milli himins og jarðar. Afköst hans á þessu sviði eru með ólíkindum. Honum var einstaklega lagið að koma flóknum hlutum til skila á einfaldan og skýran hátt. Margir máttu mikið […]

Lesa meira »
Page 5 of 40 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 40