Almennt

Náttúruminjasafn – öfugsnúinn samningur

Skrifað um October 23, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Sú frétt flaug um bæinn í dag, að samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafns Íslands hafi verið undirritað 22. október. Í sérkennilegri fréttatilkynningu, sem send var út, kemur lítið sem ekkert fram til viðbótar því, sem í lögum segir um samskipti þessara stofnana, nema það, að starfsmenn safnsins fái um tíma inni hjá Náttúrufræðistofnun. […]

Lesa meira »

Grotnandi safn í kössum

Skrifað um October 11, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Fyrir rúmu ári skoraði eg opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið […]

Lesa meira »

Kúluskítur eða vatnadúnn

Skrifað um September 28, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Fyrir skömmu var höfundur þessa pistils að safna botnplöntum í Víkingavatni í Kelduhverfi. Þá tók hann eftir því, að í fjöruborði lágu hér og hvar litlir, grænir hnoðrar, sem rekið hafði á land í svo nefndum Syðri-bol rétt neðan við bæinn Voga. Stærstu hnoðrarnir voru um 4 cm að þvermáli en flestir rétt rúmur einn […]

Lesa meira »

Kaldreyking

Skrifað um September 18, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Þokkaleg veiði.   Inngangur Það er æfagömul aðferð að salta og reykja matvæli eða speikja (sbr. spikilax og spægipulsa), svo að þau geymist betur en ella. Nú eru þekktar miklu betri leiðir til þess að geyma mat, og reyking er í sjálfu sér ekki góð geymsluaðferð. Engu að síður er mjög vinsælt að reykja ýmiss […]

Lesa meira »

Luckan skall vara stängd

Skrifað um September 13, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Hvað skyldu margir kannast við ofanritaða fyrirsögn? Því fór þó fjarri, að flestir skildu hvað átt var við. Fyrir þá, sem vita ekki, stóð þetta stórum stöfum framan á þekktasta eldunarbúnaði, sem verið hefur á Íslandi, næst á eftir hlóðunum. Í 1. tölublaði Samvinnunnar 1938 ritar Auður Jónasdóttir (1913-2010) eftirfarandi: »Ýmsir munu kannast við Aga-eldavélar […]

Lesa meira »

Skógar ─ I

Skrifað um September 11, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Án efa eru skógar ein mesta auðlind jarðar. Þeir eru heimkynni ótal lífvera, plantna, dýra, frumvera, sveppa og baktería, og gegna mikilvægu hlutverki í hringrás efnis og orku. Þeir vernda gróðurmold og koma í veg fyrir eyðingu jarðvegs. Úr skógum fást nauðsynlegar afurðir eins og timbur, pappír, ber, sveppir og margt fleira. Ætlunin er að […]

Lesa meira »

Haustlitir

Skrifað um September 3, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Eftir því sem líður á sumarið dregur smám saman úr vexti plantna. Þær taka að búa sig undir veturinn. Hér á norðurslóð verða þær að þola kulda en ekki síður þurrk til þess að lifa af. Á veturna er mestallt vatn bundið í snjó og ís, en líf hverrar frumu er háð vatni. Sé vatn […]

Lesa meira »

Hólsfjöll og Hellisheiði

Skrifað um August 29, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Í tilkynningu frá Vegagerðinni í morgun segir svo um færð: Hálkublettir og éljagangur er á Mývatnsöræfum, hálkublettir á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, í Jökuldal sem og á Fjarðarheiði, hálka er á Hellisheiði eystri. (Heimild: Vegagerðin, 29.8.2012.) Maður spyr sig: Hvernig er færð á Hólsfjöllum? Þau eru þó allstórt svæði á milli Mývatns- og Möðrudalsöræfa. – Hellisheiði er […]

Lesa meira »

Goðin við Goðafoss

Skrifað um August 28, 2012, by · in Flokkur: Almennt

  Sú saga hefur orðið ærið lífsseig, að Þorgeir Ljósvetningagoði og lögsögumaður hafi kastað goðum sínum í foss í Skjálfandafljóti eftir að kristni var lögtekin árið 1000 og fossinn fengið nafn sitt, Goðafoss, af því. Víða í ritum og á netinu er vitnað meðal annars til Kristni-sögu í þessu sambandi (sjá til dæmis Landið þitt […]

Lesa meira »

Hlöðukálfaeldi í Háskóla Íslands

Skrifað um August 14, 2012, by · in Flokkur: Almennt

Stundakennari við Háskóla Íslands (guðfræðideild), Kristinn Ólason, hefur orðið uppvís að því að hafa sagt ósatt um doktorspróf sitt (Die Sprache des Vertrauens). Hann hefur kennt þar í nokkur ár, en nú var honum gert að hætta kennslu eins og sjálfsagt er. Haft var eftir Ástráði Eysteinssyni, prófessor við HÍ, að mistökin að ráða hann […]

Lesa meira »
Page 16 of 19 1 11 12 13 14 15 16 17 18 19