Flóra

Bláliljur – Mertensia — ostrur norðurhjarans

Skrifað um November 5, 2012, by · in Flokkur: Flóra

  Ættkvíslin Mertensia A. W. Roth er innan munablómsættar (Boraginaceae; sjá síðar). Til kvíslarinnar teljast um 45 tegundir. Þetta eru fjölærar jurtir, jafnan blágrænar að lit; oftast hárlausar eða hærðar á neðra borði blaða. Stönglar jafnan margir frá trékenndum jarðstöngli, jarðlægir eða uppréttir. Blöðin eru gisstæð, ketkennd, egglaga til lensulaga eða oddbaugótt, ydd eða snubbótt; […]

Lesa meira »

Döggblöðkur ─ Alchemilla

Skrifað um October 24, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin Alchemilla L., döggblöðkur, tilheyrir rósaætt (Rosaceae) og teljast á milli 200 og 300 tegundir til hennar. Þetta eru fjölærar jurtir, sem vaxa víða á norðurhveli jarðar, en einnig í Asíu, í fjöllum Afríku og Andes-fjöllum í Suður-Ameríku. Blöð og stönglar vaxa upp af kröftugum, trékenndum jarðstöngli. Flestar tegundir hafa heil, nýrlaga, sepótt eða flipótt, […]

Lesa meira »

Sortulyng ─ Arctostaphylos

Skrifað um October 4, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Nafnið Arctostaphylos er komið úr grísku »arktoy stafyle«, norrænt ber; bjarnarber af arktos, björn (norrænn). Ættkvíslin sortulyng (Arctostaphylos Adanson) heyrir til lyngætt (Ericaceae) ásamt 120 öðrum ættkvíslum. Nú teljast 66 tegundir til kvíslarinnar og vaxa þær í Norður-Ameríku, Mexíkó, Mið-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þetta eru fjölærir, lágvaxnir eða skriðulir runnar; einstaka tegund er þó all […]

Lesa meira »

Blöðrujurtarætt ─ Lentibulariaceae

Skrifað um October 1, 2012, by · in Flokkur: Flóra

  Til blöðrujurtarættar teljast fimm ættkvíslir: Pinguicula, (lyfjagrös) Utricularia (blöðrujurtir), Genlisea, Isoloba og Vesiculina. Hinar þrjár síðast töldu eru framandi og koma ekki frekar við sögu. Plöntur ættarinnar eru votlendis- eða vatnajurtir; fáeinar eru ásætur. Stönglar eru uppréttir, jarðlægir eða á floti. Sumar tegundir eru rótlausar. Blöð eru einföld, stakstæð eða í stofnhvirfingu, eða margskipt […]

Lesa meira »

Naðurtunguætt – Ophioglossaceae

Skrifað um September 26, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Naðurtunguætt – Ophioglossaceae Fjölærar plöntur, þurrlendistegundir eða ásætur. Flestar tegundir lifa í hitabeltinu og heittempruðu beltunum. Ættinni er á stundum skipt í tvær ættir eða undirættir, Botrychioideae og Ophioglossoideae. Mjög er misjafnt, hve margar ættkvíslir eru taldar innan ættarinnar, en þó oftast fjórar (Ophioglossum, Botrychium, Helminthostachys, og Mankyua); tvær hinar fyrst nefndu eru hér á […]

Lesa meira »

Elftingar ─ Equisetum L.

Skrifað um September 8, 2012, by · in Flokkur: Flóra

  Lat. Equus, hestur og seta, hár, tagl. Þetta er eina núlifandi ættkvísl, Equisetum L., úr stórum hópi plantna, sem komu fram á devontímanum fyrir um 400 milljónum ára og átti sitt blómaskeið fram að lokum kolatímans fyrir um 280 milljón árum. Þar á meðal voru tré, sem náðu allt að 30 m hæð. Steinkol […]

Lesa meira »

Bjöllulyng ─ Vaccinium

Skrifað um August 27, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Uppruni orðsins vaccinium er óviss. Ef til vill skylt latneska orðinu bacca, ber (varla tengt vacca, kýr). Ættkvíslin bjöllulyng (Vaccinium L.) tilheyrir lyngætt (Ericaceae). Innan hennar eru uppréttir, uppsveigðir, jarðlægir eða skriðulir, oft kræklóttir, runnar og smárunnar með sívalar eða strendar greinar. Blöðin eru stilkstutt, ýmist sí- eða sumargræn, með flatar eða niðurorpnar rendur. Blóm […]

Lesa meira »

Krækilyng ─ Empetrum

Skrifað um August 17, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Orðið empetrum er komið úr grísku; en-, í, á og petra, steinn, klettur; það merkir því vex á steini. Fyrrum var ættkvíslin Empetrum talin til krækilyngsættar (Empetraceae) ásamt tveimur ættkvíslum öðrum: Ceratiola og Corema. Nýlegar rannsóknir leiddu í ljós, að réttast er að telja þær til lyngættar (Ericaceae) og til undirættarinnar Ericoideae, þar sem þær […]

Lesa meira »

Beitilyng ─ Calluna vulgaris

Skrifað um August 14, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Beitilyng (Calluna vulgaris (L.) Hull) er eina tegundin í ættkvíslinni Calluna Salisb., sem telst til lyngættar (Ericaceae) og tilheyrir þar undirættinni Ericoideae. Calluna er dregið af gríska orðinu kallynein, fegra (kallos), eða fægja, sópa. Nafnið er komið til af því, að beitilyng var haft í sópa. Beitilyng er jarðlægur eða uppsveigður, kræklóttur smárunni. Ætlað er, […]

Lesa meira »

Lyngætt – Ericaceae

Skrifað um August 13, 2012, by · in Flokkur: Flóra

Til lyngættar (Ericaceae) teljast jurtir, smárunnar, runnar og tré með heil, oft leðurkennd, barrlík, sí- eða sumargræn blöð. Blöðin eru stakstæð, gagnstæð eða kransstæð, á stundum í stofnhvirfingu. Blóm eru regluleg (óregluleg hjá Rhododendron), tvíkynja, fjór- eða fimm-deild. Bikar er oft samblaða. Krónan er laus- eða samblaða, oft bjöllulaga en getur verið lítil og ósjáleg. […]

Lesa meira »
Page 10 of 11 1 5 6 7 8 9 10 11