Flóra

Hjartarfi – Capsella bursa-pastoris

Skrifað um September 14, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Hjartarfi – Capsella Ættkvíslin Capsella Medicus telst til krossblómaættar (Brassicaceae, syn. Crusiferae). Til kvíslarinnar teljast fjórar tegundir, sem eru ein- eða tvíærar. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða greindur, hárlaus eða hærður neðan til. Blöð í stofnhvirfingu, stilkuð eða stilklaus, aflöng, heil eða fjöðruð. Stöngulblöð eru minni, aflöng, heilrend, tennt eða bugðótt og greipfætt. […]

Lesa meira »

Krossblómaætt – Brassicaceae

Skrifað um September 11, 2015, by · in Flokkur: Flóra

Krossblómaætt (Brassicaceae, áður nefnd Crusiferae) dregur nafn sitt af fjórum krónublöðum, sem mynda jafnarma kross, ef horft er beint ofan á blómið. Til ættar teljast ein- til fjölæringar, aðallega jurtir. Stöngull er uppréttur eða uppsveigður, ógreindur eða lítt greindur, á stundum holur. Blöð eru stakstæð, fjaðurstrengjótt, axlblaðalaus og mynda oft stofnhvirfingu. Blómskipun er klasi, en […]

Lesa meira »

Biskupshattar (fjalldalafíflar) – Geum

Skrifað um December 27, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin Geum L. (biskupshattar) tilheyrir rósaætt (Rosaceae) ásamt rúmlega hundrað kvíslum öðrum. Til kvíslarinnar teljast um það bil 60 tegundir (50-70), sem vaxa vítt um heiminn, eins og í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og á Nýja Sjálandi. Yfirleitt er hér um að ræða fjölærar, hærðar jurtir; stönglar eru uppréttir, blöð þrífingruð til þríflipótt. […]

Lesa meira »

Einir – Juniperus

Skrifað um August 21, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin einir – Juniperus L. – heyrir til sýprisættar (Cupressaceae; sjá síðar). Flestar tegundir eru lágvaxnir runnar eða tré, oft kræklóttar eða jarðlægar. Um 60 tegundir teljast til kvíslarinnar og eru flestar í kaldtempraða belti á norðurhveli jarðar; aðeins ein í Afríku. Þar sem aðeins ein tegund vex villt hérlendis, er lýsing á henni látin […]

Lesa meira »

Plöntuættir

Skrifað um July 26, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Í eftirfarandi töflu er meginþorri þeirra ætta æðaplantna (háplantna), sem kann að vaxa í Evrópu. Í síðasta dálki eru nöfn á íslenzkum ættkvíslum. Unnið er að því að semja lykla að tegundum og lýsingar á plöntutegundum. Mun það birtast smám saman eftir því sem tími vinnst til., þó ekki að ráði fyrr en undir áramót. […]

Lesa meira »

Hellhnoðraætt – Crassulaceae

Skrifað um July 26, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Til helluhnoðraættar – Crassulaceae – teljast ein- eða fjölærar plöntur tvíkímblöðunga með safamiklar greinar og þykk, kjötkennd blöð. Vatn getur safnazt í slík blöð og því þola margar tegundir langan þurrkatíma. Flestar eru jurtkenndar en þó eru til nokkrar trékenndar tegundir, runnar og örfáar vatnaplöntur. Tegundir ættarinnar vaxa um allan heim, en þær eru þó […]

Lesa meira »

Kræklurætur – Corallorhiza

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin kræklurætur – Corallorhiza Gagnebin – tilheyrir brönugrasaætt (Orchidaceae) og undirættinni Epidendroideae. Þetta eru fjölærar tegundir sem eru án laufgrænu. Jarðstöngull er hnöllóttur og marggreinóttur og líkist kóraldýrum. Nú eru taldar 14 tegundir til kvíslarinnar, en aðeins ein vex hér á landi, og því er lýsing á henni látin nægja. Ættkvíslarnafnið Corallorhiza er komið úr […]

Lesa meira »

Friggjargrös – Platanthera

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Friggjargrös – Platanthera Richard – teljast til brönugrasaættar (Orchidaceae) og vex aðeins ein tegund kvíslarinnar hér á landi, og því er lýsing á henni látin nægja. Um 200 tegundir tilheyra kvíslinni og vaxa flestar í tempruðu beltum jarðar og fáar í hitabeltinu. Nafn kvíslar er komið af grísku orðunum ‘platos’, breiður og ‘anthera’, frævill. Friggjargras […]

Lesa meira »

Hjónagrös – Pseudorchis

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

  Ættkvíslin hjónagrös – Pseudorchis Seguier – heyrir til brönugrasaætt (Orchidaceae) og er aðeins ein tegund innan kvíslarinnar, og því er lýsing á henni látin nægja. Tegundin P. albida skiptist í tvær undirtegundir: P. albida ssp. albida P. albida ssp. straminea Aðeins seinni undirtegundin vex hér á landi. Á stundum er undirtegundin talin sjálfstæð tegund: […]

Lesa meira »

Barnarætur – Coeloglossum

Skrifað um July 3, 2014, by · in Flokkur: Flóra

Ættkvíslin barnarætur – Coeloglossum Hartm. – telst til brönugrasaættar (Orchidaceae) og undirættarinnar Orchidoideae. Til kvíslarinnar telst nú aðeins ein tegund, og því er lýsing á henni látin nægja. Nafnið Coeloglossum er dregið af grísku orðunum ‘koilos’, holur og ‘glossum’, tunga. Það er komið til af því, að spori er holur á tungulaga vör. Sumir grasafræðingar […]

Lesa meira »
Page 3 of 11 1 2 3 4 5 6 7 8 11