Mosar

Sect. Squarrosa

Skrifað um July 2, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Sect. Squarrosa (2 teg.) Sphagnum squarrosum Crome — Íturburi *Sphagnum teres (Schimp.) Ångstr. — Bleytuburi Stöngull er klæddur 2-4 lögum af glærfrumum. Stöngulblöð eru stór og tungulaga; glærfrumur eru aldrei með styrktarlista og jaðarfrumur eru fáar og breikka ekki neðst í blaði. Greinablöð eru egglaga til egg-lensulaga; blaðoddur er mjór og greinilega tenntur. Sphagnum teres […]

Lesa meira »

Sect. Acutifolia

Skrifað um July 1, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Sect. Acutifolia (7 teg.) *Sphagnum warnstorfii Russow — Rauðburi Sphagnum fimbriatum Wilson — Trafburi Sphagnum russowii Warnst. — Flekkuburi Sphagnum girgensohnii Russow. — Grænburi Sphagnum angermanicum Melin — Glæsiburi *Sphagnum subnitens Russow &. Warnst. — Fjóluburi Sphagnum capillifolium (Ehrh.) Hedw. — Flikruburi Grænfrumur í greinablöðum eru trapisulaga eða þríhyrndar í þverskurði og veit breiðari hlutinn […]

Lesa meira »

Sphagnum – mosar (barnamosar)

Skrifað um June 27, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Inngangur Í stað þess að skrifa langt og ítarlega um Sphagnum– mosa hef eg ákveðið að setja þessi ófullburðu skrif inn á síðu nú og bæta svo við eftir því, sem aðstæður og tími leyfa. Þetta verða því í fyrstu sundurlausir bútar með myndum af tegundum eftir því, sem eg rekst á þær í náttúrunni. […]

Lesa meira »

Ulota phyllantha (ögurmosi)

Skrifað um June 18, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Í klettum og á hrauni við sjó vex Ulota phyllantha Bridel, ögurmosi, og myndar litla gulbrúna, brúna eða gulgræna bólstra. Tegundin getur líka vaxið á trjástofnum og móbergi nokkuð inni í landi, eins og í Múlakoti í Fljótshlíð. Plöntur geta verið 0,5-5,5 cm á hæð en eru oftast 1,5-3 cm. Blöð eru 2-4 mm á […]

Lesa meira »

Homalothecium sericeum (klettaprýði)

Skrifað um June 17, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Meðal algengra mosa í sólríkum klettum, urðum, skriðum og á trjástofnum hér á landi er Homalothecium sericeum (Hedw.) Schimp., sem nefndur hefur verið klettaprýði. Hann vex oft í stórum og þéttum, allt að 2 cm þykkum, breiðum. Hann er yfirleitt vel festur á undirlagið, er grænn eða fremur gulgrænn og glansar, jafnvel með silkigljáa; (á […]

Lesa meira »

Antitrichia curtipendula – hraukmosi

Skrifað um April 14, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Antitrichia curtipendula – hraukmosi Í regnskógum hitabeltisins og heittempruðu beltanna er algengt, að mosar hangi sem skegg niður úr trjánum. Mosinn festir sig í berki á stofnum og greinum, en hann dregur enga næringu úr trjánum, sem hann hangir á. Allt vatn og önnur ólífræn efni fær mosinn því eingöngu úr regnvatni. Þetta sérstæða vaxtarlag […]

Lesa meira »

Hylocomiaceae – tildurmosaætt

Skrifað um March 16, 2013, by · in Flokkur: Mosar

TIL ÞESSARAR ættar teljast mosar, sem mjög auðvelt er að þekkja, og eru einna algengastir allra að gamburmosa undanskildum. Hylocomiaceae (Broth.) M. Fleisch. (tildurmosaætt) var tiltölulega nýverið klofin út úr Hypnaceae (faxmosaætt). Einkum er það blaðgerðin, sem skilur þær að. Plöntur ættarinnar eru jafnan stórar, stinnar og mynda oft stórar breiður. Þær eru jarðlægar eða […]

Lesa meira »

Rhytidiadelphus – skrautmosar

Skrifað um March 12, 2013, by · in Flokkur: Mosar

ÆTTKVÍSLIN Rhytidiadelphus (Limpr.) Warnst. (skrautmosar) telst til Hylocomiaceae (Broth.) M. Fleisch. (tildurmosaættar) ásamt þremur öðrum kvíslum: Hylocomiastrum Broth. (stigmosum), Hylocomium Schimp. (tildurmosum) og Pleurozium (Limpr.) Warnst. (hrísmosum). (Sjá síðar.) Þetta eru yfirleitt stórgerðir, liggjandi (pleurokarpa), jarðlægir eða lítið eitt uppréttir blaðmosar, sem mynda gisnar breiður. Stönglar með miðstreng, geta náð um 20 cm, og eru óreglulega […]

Lesa meira »

Hypnum cupressiforme – holtafaxi

Skrifað um March 10, 2013, by · in Flokkur: Mosar

Hypnum cupressiforme Hedw. (holtafaxi) er mjög algengur mosi um allan heim, nema á Suðurskautslandi, einkum þó í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Þetta er ein fyrsta tegundin, sem flestir byrjendur í mosafræðum læra að þekkja úti í náttúrunni, þó að breytileikinn sé mikill. Plöntur eru meðalstórar, 2-10 cm á lengd (sjaldan lengri), oftast jarðlægar, glansa, grænar […]

Lesa meira »

Hypnum ─ Faxmosar

Skrifað um March 5, 2013, by · in Flokkur: Mosar

MOSAPLÖNTUR innan ættkvíslarinnar Hypnum Hedw. eru smáar til stórar, 1-10 cm, jarðlægar til uppréttar, bæði reglulega og óreglulega fjaðurgreindar, á stundum nærri ógreindar. Örblöð þráðlaga eða lensulaga, tennt eða heilrend; axlarhár 3-5 frumur. Stöngull með eða án glærþekju, með eða án miðstrengs. Blöð á stönglum og greinum nærri eins; þó eru greinablöð jafnan minni og mjórri, […]

Lesa meira »
Page 7 of 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9