Posted in

Frumvarp til laga um náttúruvernd

… misjafnt úthlutar hún [::náttúran] mörgum jarðargróða, segir í Auðfræði eftir Arnljót Ólafsson.

Undanfarið hefur höfundur þessa pistils verið að kynna sér frumvarp til laga um náttúruvernd, þingskjal 537  —  429. mál. Kannski gefst ráðrúm til þess að fjalla um einstök efnisatriði síðar.

 

Það sem einkum vekur athygli er klamburslegt orðfæri, þó að maður sé ýmsu vanur. Vart er hægt að trúa öðru en orða megi 8. grein betur, svo að dæmi sé tekið; hún hljóðar svo:

Vísindalegur grundvöllur ákvarðanatöku: Ákvarðanir stjórnvalda sem varða náttúruna skulu eins og kostur er byggja á vísindalegri þekkingu á verndarstöðu og stofnstærð tegunda, útbreiðslu og verndarstöðu vistgerða og vistkerfa og jarðfræði landsins. Þá skal og tekið mið af því hver áhrif ákvörðunarinnar muni verða á þessa þætti. Krafan um þekkingu skal vera í samræmi við eðli ákvörðunar og væntanleg áhrif hennar á náttúruna.

Á hinn bóginn er ætlun að lögfesta orð, sem mér er framandi með öllu, þó að það sé í sjálfu sér gagnsætt. Á einum stað segir: „Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð ákvæði um notkun tækja og verkfæra til tínslu jarðargróðurs …“. Síðan er tönnlazt á orðinu jarðargróður í skýringum, svo að ekki er um prentvillu að ræða.

Mér var ungum kennt, að það, sem af jörðu vex, héti jarðargróði.

Sá ég ei fyr svo fagran jarðar-gróða, segir Jónas Hallgrímsson á einum stað.

Undarlegt má það heita, að fólk, sem varla er sendibréfsfært, skuli fengið til þess að skrifa heila lagabálka.

ÁHB / 30.1.2013

 

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).