Ættkvíslin Mertensia A. W. Roth er innan munablómsættar (Boraginaceae; sjá síðar). Til kvíslarinnar teljast um 45 tegundir. Þetta eru fjölærar jurtir, jafnan blágrænar að lit; oftast hárlausar eða hærðar á neðra borði blaða. Stönglar jafnan margir frá trékenndum jarðstöngli, jarðlægir eða uppréttir. Blöðin eru gisstæð, ketkennd, egglaga til lensulaga eða oddbaugótt, ydd eða snubbótt; […]
Lesa meira »Greinasafn mánaðar: November 2012

Inngangur Kartöfluættin eða náttskuggaættin (Solanaceae) er stór ætt með um 2600 tegundum, sem deilast á um 90 ættkvíslir. Þetta eru einærar eða fjölærar jurtir, runnar, tré og jafnvel klifurplöntur. Blómin eru stök eða í kvíslskúfum, oft stór, flöt eða trektlaga, tvíkynja. Bæði bikar og króna eru samblaða. Aldin er ber eða hýði. Margar þekktar […]
Lesa meira »