Posted in

Bartramiaceae – strýmosaætt

Einn fulltrúi ættarinnar er Bartramia ithyphylla. Ljósm,. ÁHB.
Einn fulltrúi ættarinnar er Bartramia ithyphylla. Ljósm,. ÁHB.
Einn fulltrúi ættarinnar er Bartramia ithyphylla. Ljósm,. ÁHB.
Einn fulltrúi ættarinnar er Bartramia ithyphylla (barðastrý). Ljósm,. ÁHB.

Innan ættarinnar Bartramiaceae (strýmosaættar) eru fjórar ættkvíslir hérlendis en fimm annars staðar á Norðurlöndum. Þetta eru meðalstórar til stórar plöntur, uppréttar, oftar ógreindar en greindar; á stundum eru greinakransar fyrir neðan karlkynhirzlur ofarlega á stöngli.

Blöð eru margvísleg, egglaga til striklaga, ydd eða snubbótt, slétt eða með langfellingar, tennt og ójöðruð. Rif er einfalt, sterklegt, nær fram undir blaðenda eða fram úr. Frumur í blöðum ferningslaga til ferhyrndar, geta verið striklaga, gúlpnar eða vörtóttar, sjaldan sléttar. Gróhirzlur eru kúlulaga til stutt-egglaga, oft óreglulegar með skásett op, oftast álútar og skoróttar. Frumur í barmi lítt þroskaðar eða eru engar. Opkrans enginn, einfaldur eða tvöfaldur.

 

Greiningarlykill að ættkvíslum/tegundum innan Bartramiaceae:

1 Blöð í fimm beinum röðum á stöngli; rætlingar sléttir. Lok með trjónu; opkrans einfaldur; kranstennur samfastar í endann
…………………….. Conostomum tetragonum
1 Blöð ekki í fimm beinum röðum (í undnum röðum á Philonotis seriata); rætlingar vörtóttir. Lok ekki með trjónu; opkrans tvöfaldur eða úrkynjaður; kranstennur, ef til staðar, ekki samfastar í endann ……….. 2

2 Blöð í þremur röðum á stöngli; frumur í framhluta blaða langstrikóttar ……… Plagiopus oederianus
2 Blöð ekki í greinilegum röðum; frumur í framhluta blaða gúlpnar, vörtóttar eða sléttar …… 3

3 Blöð eða blaðjaðar í framhluta tvö eða þrjú frumulög á þykkt; aldrei greinahvirfing fyrir neðan kynhirzlur .. Bartramia
3 Blöð og blaðjaðar í framhluta eitt frumulag á þykkt; oft greinahvirfing fyrir neðan kynhirzlur ……. Philonotis

 

 

Helztu heimildir:
A.J.E. Smith, 2004: The Moss Flora of Britain and Ireland. Cambridge University Press
Ágúst H. Bjarnason, 2010: Greiningarlykill að ættkvíslum íslenzkra blaðmosa (Musci) ásamt tegundaskrá. Fjölrit Vistfræðistofu n:r
40. Reykjavík.
Bergþór Jóhannsson: Íslenskir mosar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar n:r 26. Janúar 1995.
Elsa Nyholm, 1998: Illustrated Flora of Nordic Mosses. Fasc. 4. Copenhagen and Lund.
Tomas Hallingbäck et al.: Bladmossor: Kompaktmossor-kapmossor. ArtDatabanken, Sveriges lantbruksuniversitet. Uppsala 2008.
Tomas Hallingbäck, Ingmar Holmåsen, 2008: Mossor. En fälthandbok. Interpublishing. Stockholm.

 

ÁHB / 25. janúar 2015

P.s. Höfundur hlaut styrk frá Hagþenki 2014 til ritstarfa.