Greiningarlykill að byrkningum (æðagróplöntum) Sjá Inngangslykil Nafnið byrkningar (Pteridophyta) er gamalt og spannar þær vefplöntur, sem hafa leiðsluvefi (æðavefina sáldvef og viðarvef) og fjölga sér með gróum. Til þeirra teljast um 12 þúsund tegundir, og er nærri lagi að kalla þær einu nafni æðagróplöntur. Hin síðari ár hafa athuganir leitt í ljós, að skyldleika þeirra […]
Lesa meira »Flóra

Liðfætlur – Woodsia R. Br. Liðfætluætt (Woodsiaceae). Til ættkvíslarinnar teljast um 30 tegundir og eru flestar í tempruðu beltunum og hátt til fjalla í hitabeltinu. Tvær tegundir vaxa hér á landi. Ættkvíslarnafnið Woodsia er til heiðurs enska grasafræðingnum Joseph Woods (1776-1864). Lykill að tegundum: 1. Blöð annaðhvort hærð eða flosug ofan við stilklið; miðstrengur […]
Lesa meira »
Stóruburknaætt – Dryopteridaceae Til ættarinnar teljast um 750 tegundir, sem dreifast víða um heiminn. Fjöldi ættkvísla er nokkuð á reiki. Flestar tegundir vaxa í Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu og lifa í jarðvegi eða á steinum en mjög fáar í trjám. Tegundir beggja ættkvísla, stóruburkna og skjaldburkna, eru meðal vinsælustu ræktunarplantna. Lykill að ættkvíslum: 1. Gróhula […]
Lesa meira »
Þrílaufungar – Gymnocarpium Newman Liðfætluætt (Woodsiaceae). Ættkvíslin er fremur lítil með aðeins níu tegundir. Þrílaufungar eru taldir fremur frumstæðir og standa nærri tófugrösum (Cystopteris) og hafa á stundum myndað sérstaka ætt, tófugrasaætt (Cystopteridaceae), ásamt þeim og þriðju ættkvíslinni, Acystopteris, með samtals um 30 tegundir. Ættkvíslarnafnið er dregið af gríska orðinu gymnos, nakinn og karpos, ávöxtur; […]
Lesa meira »
Tófugrös – Cystopteris Bernh. Liðfætluætt (Woodsiaceae). 15-20 tegundir tilheyra ættkvíslinni og vaxa einkum í tempruðum beltum jarðar og á háfjöllum í hitabeltinu. Allar tegundir kvíslarinnar eru mjög breytilegar að útliti og geta þar að auki æxlast hver með annarri. Þær eru því mjög oft vandgreindar. Á stundum talin til sérstakrar ættar (sjá þrílaufunga). Aðeins ein […]
Lesa meira »
Fjöllaufungar – Athyrium Roth Liðfætluætt (Woodsiaceae). Til ættkvíslarinnar teljast um 180 tegundir, sem eru dreifðar um víða veröld, einkum þó í tempruðu beltunum. Flestar lifa í jarðvegi. Lirfur silkifiðrildis eru fóðraðar á blöðum fjöllaufunga. Fjaðra er gamalt nafn á þessum burknum og kemur fyrir í Sóknarlýsingum 744. Athyrium er komið úr grísku og merkir […]
Lesa meira »
Liðfætluætt – Woodsiaceae Um 15 (-31) ættkvíslir heyra undir liðfætluætt (Woodsiaceae) með samtals um 700 tegundir. Tegundirnar eru dreifðar um allan heim, en fjölbreytni þeirra er mest í tempruðu beltunum og fjallahéruðum hitabeltisins. Blöð, gróblettir og gróhula eru mjög breytileg innan ættarinnar. Blöð eru bæði lítil og stór, og sölna á vetrum. Blaðstilkur er oft […]
Lesa meira »
Þistlar ─ Cirsium Mill. Þistlar, Cirsium Mill., teljast til körfublómaættar (Asteraceae (Compositae), sjá síðar). Þeir eru ein-, tví- eða fjölærir og geta sumir orðið um 4 m á hæð. Stönglar, einn eða fleiri saman, uppréttir, geta verið vængjaðir og þyrnóttir, greinóttir eða ógreinóttir. Blöð bæði stofnstæð og á stöngli, þyrnótt, tennt til gróftennt eða ein- […]
Lesa meira »
Hóffíflar – Tussilago L. Ættkvíslin Tussilago L. er innan körfublómaættar (Asteraceae (Compositae); sjá síðar). Til kvíslarinnar heyrir aðeins ein tegund, hóffífill (Tussilago farfara L); lýsing á henni er því óþörf. Nafnið Tussilago er komið af latnesku orðunum tussis, hósti, og agere, reka burt. Hóffífill – Tussilago farfara L. Fjölær jurt með skriðulan jarðstöngul. Blöð eru […]
Lesa meira »
Klettaburknaætt – Aspleniaceae Aðeins ein ættkvísl telst til ættarinnar og því óþarft að lýsa henni sérstaklega. Klettaburknar – Asplenium L. Flestar tegundir ættkvíslarinnar, sem eru um 700, eru ásætur eða vaxa í grjóti; aðeins örfáar lifa í mold. Jarðstöngullinn er mjósleginn, næringarlítill, og getur smeygt sér inn í hinar minnstu glufur. Blöðin eru yfirleitt […]
Lesa meira »