
Lykill J – Blómhlíf í tveimur krönsum en bikar mjög ummyndaður í hár, króka, brodda, smáar tennur eða samvaxinn og himnukenndur
.
Sjá Inngangslykil
1 Stöngull lítt þroskaður, öll blöð í þéttum þúfukollum ……………….. 2
1 Stöngull með blöð ……………………………………………….. 3
2 Himnukennd hlífarblöð lykja um blómkoll, bikar broddtenntur ……………….. gullintoppuætt (Plumbaginaceae)
2 Bikar ummyndaður í hár, króka eða brodda eða alveg horfinn. Blóm í körfu ……. körfublómaætt (Asteraceae)
3 Blóm í stórum skúfum en hvorki í körfu né kolli …………………. garðabrúðuætt (Valerianaceae)
3 Blóm í körfu eða kolli ………………….. 4
4 Frjóknappar ósamvaxnir. Fræflar 4. Blóm í kolli. Við hvert blóm er hreisturkennt háblað. Tvöfaldur bikar …… stúfuætt (Dipsacaceae)
4 Frjóknappar samvaxnir. Fræflar 5. Blóm í körfu. Einfaldur bikar ……………….. körfublómaætt (Asteraceae)
Ath. Það, sem fólk almennt kallar stöngul á geldingahnappi, er í raun blómskipunarleggur.
ÁHB / 16. marz 2014