Posted in

Meira um þarma-flóru

Fyrir um sex miljón árum áttu menn og simpasar sér sameiginlegan forföður.
Fyrir um sex miljónum árum áttu menn og simpasar sér sameiginlegan forföður.
Fyrir um sex miljón árum áttu menn og simpasar sér sameiginlegan forföður.
Fyrir um sex miljónum árum áttu menn og simpasar sér sameiginlegan forföður.

Í pistlinum Þarmaskolun (detox) og saurgjafir var sagt frá því, að tekizt hafði að greina á milli þriggja megingerða af þarma-gerlum í mönnum. Þar mátti greina á milli þriggja vistgerða: Bacteroides, Prevotella og Ruminococcus.

Nú hafa sex bandarískir fræðimenn fundið svipaðar þarma-vistgerðir (enterotypes) í simpönsum, sem lifa villtir í þjóðgarðinum Gombe Stream í Tanzaníu.
Af þessu má draga þá ályktun, að þarma-flóran hafi verið búin að taka á sig endanlega mynd í sameiginlegum forföður manna og simpansa fyrir um 6 miljón árum, þegar leiðir skildi. – Nú einbeita menn sér að því að rannsaka, hvaða þýðingu þessar þarma-vistgerðir hafa í raun og veru fyrir heilsu fólks.

Frá þessu er greint í vísindaritinu Nature Communications. Hér má nálgast PMC-útgáfu greinarinnar (https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3520023/).

ÁHB / 29.1. 2013

P.s. Kynnið ykkur, hvað PMC-útgáfa merkir.

 

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hringdi í mig þriðjudaginn 14. nóvember og ræddum við lengi saman. Hann baðst fyrirgefningar á framkomu Sjúkratrygginga og taldi, að mistök á mistök ofan hafi valdið þessu. Farið yrði yfir alla verkferla, svo að slíkt endurtæki sig ekki. Einnig birtist viðtal við hann á MBL.is (https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/15/mikid_til_i_gagnryninni/).