Flestir, sem hafa ferðazt um hálendi landsins og heiðar, hafa tekið eftir íðilgrænum, jafnvel blágrænum, breiðum eða bólstrum við dý og lækjasytrur. Þegar grannt er skoðað sjást oft glitrandi vatnsdropar dansa á mosabreiðu. Langoftast er um aðeins eina tegund að ræða, þó að öðrum mosa, Philonotis fontana (dýjahnappi), svipi um margt til hennar. Mosinn, sem […]
Lesa meira »
Hinn 24. október n.k. eru 96 ár síðan afi minn, Ágúst H. Bjarnason, móttók bréf frá Stephani G. Stephanssyni, setti það í umslag, innsiglaði og skrifaði svo hljóðandi framan á það: Hér innan í liggur „test“ frá Stephan G. Stephansson sent mér í lokuðu ábyrgðarbréfi og meðtekið kl. 3½ á hád. í dag. […]
Lesa meira »
Nokkur brot úr ævi hans Ágúst H. Bjarnason tók saman Sjera Ólafur Indriðason Eftirfaraqndi pistill birtist í tímaritinu Íslendingi þriðja ári frá 19. apríl 1862 til 25. apríl 1863: „Sá, sem ritar línur þessar, var fyrir rúmum 30 árum barn að aldri, og átti þá heima austur í Múlasýslum. Hann minnist enn á fullorðins-árunum hins fagra […]
Lesa meira »
Ættkvíslin skúfar (Eleocharis R. Br.) heyrir til hálfgrasaætt (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum kvíslum (Carex, Kobresia, Trichophorum og Eriophorum). Þetta eru fjölærar (mjög sjaldan einærar), oftast lágvaxnar votlendisjurtir. Vaxa í þéttum þúfum eða eru með skriðular jarðrenglur. Auðvelt er að þekkja skúfa, því að þetta eru blaðlausar tegundir með einu axi á endanum. Fyrir kemur, að ax […]
Lesa meira »
Starir (Carex L.) heyra til hálfgrasaætt (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum ættkvíslum (Kobresia, Eleocharis, Trichophorum og Eriophorum). Þetta er ein tegundaríkasta kvíslin víðast hvar, en talið er, að tegundir séu á milli 1500 og 2000. Þær vaxa í flestum heimshlutum, en þó fer lítið fyrir þeim í hitabeltum jarðar. Flestar starir vaxa í votlendi, allt frá […]
Lesa meira »
Ættkvíslin fífur (Eriophorum L.) telst til hálfgrasaættar (Cyperaceae) ásamt fjórum öðrum kvíslum (Carex, Kobresia, Trichophorum og Eleocharis). Til kvíslarinnar teljast um 25 tegundir, sem vaxa aðallega á norðurhveli jarðar og ekki sízt í votlendi á heimsskautasvæðunum. Þetta eru fjölærar plöntur, þýfðar eða stakar, meðalstórar með sívala eða nærri þrístrenda stöngla með eitt eða fleiri blöð, jafnvel blöðkulaust slíður. […]
Lesa meira »Inngangur Mig minnir, það hafi verið vorið 1978, sem eg var aðstoðarmaður Egils Jónassonar Stardals við grenjavinnslu í Kjalarneshreppi. Á löngum vornóttum var um ýmislegt rætt á meðan beðið var eftir, að dýrin skiluðu sér heim í grenið. Meðal annars rifjuðum við upp svo nefndar Sláttuvísur, sem eg kunni aðeins hrafl í. Þá kom í […]
Lesa meira »
Mýrafinnungar – Trichophorum Innan hálfgrasaættar (Cyperaceae) var ættkvíslin Scirpus í eina tíð langstærst með um 400 tegundir. Síðan var kvíslin smám saman skorin niður í um 120 tegundir og hinar tegundirnar dreifðust á ýmsar kvíslir. Af þeim eru aðeins tvær hérlendis, Eleocharis og sú, sem er til umfjöllunar hér, Trichophorum. Þar sem aðeins ein tegund […]
Lesa meira »
Á næstu árum munu viðarafurðir, sem falla til hér á landi, aukast gríðarlega. Ætla má, að verulegur hluti þeirra fari til brennslu og verði nýttur til upphitunar í einu eða öðru formi. En viðarbrennsla er flókið fyrirbrigði og til í ýmsum myndum. Hér verður aðeins vikið að brennslu í litlum viðarofni. Þegar eg fékk viðarbrennsluofn […]
Lesa meira »
Til hálfgrasaættar (Cyperaceae) teljast ein- og fjölærar, graskenndar jurtir með jarðstöngul. Á stundum vaxa þær í þéttum þúfum og þá er jarðstöngull lóðréttur en séu þær með skriðulan jarðstöngul eru stönglar gisstæðir eða lausþýfðir; trefjarætur. Stönglar með blómum á spretta upp af jarðstöngli en einnig oft aðeins blöð. Stönglar eru strákenndir, þrístrendir en oft sívalir, […]
Lesa meira »